Alenningshlutafélag um Búðarhálsvirkjun.

Mikið er skrifað og talað um að ekki fáist erlent lán til að fjármagna Búðarhálsvirkjun nema á okurvöxtum.  Einnig hvort heppilegt sé að erlendir fjárfestar eða lífeyrissjóðir eigi hlut í virkjuninni á móti Landsvirkjun.

 Á sama tíma eru bankarnir fullir af peningum og eigendurna vantar tækifæri til að nota þá.  Búðarhálsvirkjun er einmitt verkefni fyrir þessar íslensku krónur.  Af hverju er ekki stofnað almenningshlutafélag um hlut í virkjuninni?  Ég er viss um að margir íslenskir fjármagnseigendur sem þora ekki að fjárfesta í almennum atvinnurekstri eru tilbúnir að leggja hluta fé í virkjun sem búið er að selja afurðina frá langt fram í tímann.

Þannig gerum við margt í einu, hjálpum atvinnulífinu, notum íslensku krónurnar, minnkum skuldasöfnun Landsvirkjunnar og höldum íslensku vatnsafli í eigu íslendinga.

S.l. haust var sagt frá því í fjölmiðlum að innistæður í bönkunum væru 2.000 milljarðar.  Heildarkostnaður við Búðarhálsvirkjun er áætlaður um 26,5 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2010, án fjármagnskostnaðar og virðisaukaskatts.  Þetta er örlítið brot af þeim fjármunum sem liggja í bönkunum og ég trúi því að íslendingar vilji taka þátt í þessu verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Kalli.

Auðvitað á að nota þessa aura sem til eru, svo hægt sé að koma hjólunum á stað aftur.

Framsóknarmenn í Iðnaðar, fjármála og viðskiptaráðuneytin þá er málunum reddað.

KV / Jenni

Jens Sigurjónsson, 22.2.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Karl Ingimarsson

Höfundur

Karl Ingimarsson
Karl Ingimarsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband