Skjaldborg my a........

Meðan verið er að afskrifa tugi miljaraða hjá „fyrrverandi“ vinum bankanna blæðir almenningi út.  Læknirinn sem er á vakt er upptekinn við að semja við bresku og hollensku kollega sína um greiðslu vegna lítaaðgerðar sem þeir gerðu á íslensku bönkunum í hruninu.

Dæmi um sambandsleysi stjórnvalda við almenning er þegar lántakandi fór í Landsbankann, hann er atvinnulaus og með tvö íslensk verðtryggð lán á húsinu sínu.  Erindi hans var að fá bankann til að breyta lægra láninu til samræmis við það hærra þ.e. lækka vextina örlítið á lægra láninu svo hann hann gæti frekar selt húsið eða ætti frekar möguleika á að kljúfa greiðslurnar.  Þjónustufulltrúinn tók vel á móti honum en sagðist engu ráða og fóru þeir því upp um eina hæð.  NEI, það var ekkert hægt að gera fyrir þennan skuldara þó atvinnulaus væri þar sem húsið hans er ekki nema 95% veðsett.Hverskonar rugl er þetta?   Er þetta ekki bankinn okkar?  Bankinn sem við og börnin okkar ætlum að borga skuldir fyrir langt inní framtíðina.

Steingrímur sem æðsti stjórnandi þessa banka hefur lánað fjármálastofnunum milljarða á grínvöxtum svo fjármagnseigendur tapi nú örugglega ekki krónu.  Ég held að Steingrímum ætti að fá sér aðra vinnu.Skjaldborg þeirra Steingríms og Jóhönnu hlýtur að hafa risið á Tortulu eða í einhverri annari skattaparadís því hér finnst ekki einu sinni grunnur af fyrsta húsinu í þeirri borg.Nýjustu tillögur félagsmálaráðherra miða að því einu að hjálpa bönkunum.  Koma í veg fyrir að almenningur lýsi sig gjaldþrota í stórum stíl og bankarnir sitji uppi með verðlausar eignir.  Miklu betra að fólk búi í 110% veðsettum eignum og haldi áfram að borga vexti.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Karl Ingimarsson

Höfundur

Karl Ingimarsson
Karl Ingimarsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband