Félagsmálaráðherra í Kastljósi

S.l. fimmtudagskvöld var Árni Páll félagsmálaráðherra í Kastljósinu.  Merkilegt hvernig hann talaði um að einfalda aðstoð við heimilin og síðan í sömu setningunni að ætla að meta hvern og einn og hvort hann þurfi á niðurfellingu hluta höfuðstóls að halda.

Hvað er maðurinn að fara, eiga þjónustufulltrúarnir í bönkunum að meta hvort að þessi eða hinn þarf að fá niðurfellingu eða hvort dugar að lengja í snörunni hans?
Þeir sem hafa reynt að borga og standa í skilum, jafnvel fengið lán hjá ættingjum og vinum til að standa sig, eiga þeir ekki að fá niðurfellingu hluta höfuðstóls.
Þeir sem hættu að borga og létu allt fara á versta veg og þeir sem þekkja þjónustufulltrúann vel, fá þeir niðurfellingu?

Gerir Árni Páll sér ekki grein fyrir því að þetta er ekki hægt?  Það verður að koma til flöt prósentulækkun á höfuðstól erlendra lána, leiðrétting.  Það er eina réttláta leiðin.
Svo er hægt að skoða einstök mál af sérfræðingum íbúðarlánasjóðs.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Karl Ingimarsson

Höfundur

Karl Ingimarsson
Karl Ingimarsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband