Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2010 | 17:19
Skrýtið, NEI
Það er alls ekkert skrýtið að fólk nýti sér ekki "úrræði" lánastofnanna.
Fólk metur hvort það vill borga til sjötugs og eiga ekkert eða reyna að byrja uppá nýtt hér heima eða erlendis og eignast vonandi einhvern tíma eitthvað, það er allavega möguleiki.
Öll fínu fyrirheitin eins og úrræði og skjaldborg eru orðin tóm og eingöngu þeir sem skulda milljarða geta fengið afskrifað að einhverju viti.
Bankarnir eru ekki að hjálpa neinum nema sjálfum sér og það í mjög takmarkaðan tíma, þar er búið að stilla málum þannig upp að krónurnar í kassann á morgun skipta máli en ekki hvort fólk vill borga áfram í næsta mánuði.
Því miður VG, þið eruð ekki að gera það sem þið lofuðuð, ekki að ég hafi kosið ykkur.
Það er með mig eins og svo marga aðra að ég treysti ekki neinum af núverandi flokkum til að gera það sem þarf og er því í mestu vandræðum með að ákveða hvort stjórnin á að fara eða vera.
M.v. skipun nefnda og ráða mætti halda að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur væru enn við stjórn. sama fólkið og setti allt á hausinn hefur haft stólaskipti til að rugla almenning. Steingrímur segist ekkert geta gert en þegar hann var í stjórnarandstöðu sagðist hann geta gert allt ef hann kæmist til valda.
Steingrímur, þitt er valdið.
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Karl Ingimarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar