Skjaldborg my a........

Meðan verið er að afskrifa tugi miljaraða hjá „fyrrverandi“ vinum bankanna blæðir almenningi út.  Læknirinn sem er á vakt er upptekinn við að semja við bresku og hollensku kollega sína um greiðslu vegna lítaaðgerðar sem þeir gerðu á íslensku bönkunum í hruninu.

Dæmi um sambandsleysi stjórnvalda við almenning er þegar lántakandi fór í Landsbankann, hann er atvinnulaus og með tvö íslensk verðtryggð lán á húsinu sínu.  Erindi hans var að fá bankann til að breyta lægra láninu til samræmis við það hærra þ.e. lækka vextina örlítið á lægra láninu svo hann hann gæti frekar selt húsið eða ætti frekar möguleika á að kljúfa greiðslurnar.  Þjónustufulltrúinn tók vel á móti honum en sagðist engu ráða og fóru þeir því upp um eina hæð.  NEI, það var ekkert hægt að gera fyrir þennan skuldara þó atvinnulaus væri þar sem húsið hans er ekki nema 95% veðsett.Hverskonar rugl er þetta?   Er þetta ekki bankinn okkar?  Bankinn sem við og börnin okkar ætlum að borga skuldir fyrir langt inní framtíðina.

Steingrímur sem æðsti stjórnandi þessa banka hefur lánað fjármálastofnunum milljarða á grínvöxtum svo fjármagnseigendur tapi nú örugglega ekki krónu.  Ég held að Steingrímum ætti að fá sér aðra vinnu.Skjaldborg þeirra Steingríms og Jóhönnu hlýtur að hafa risið á Tortulu eða í einhverri annari skattaparadís því hér finnst ekki einu sinni grunnur af fyrsta húsinu í þeirri borg.Nýjustu tillögur félagsmálaráðherra miða að því einu að hjálpa bönkunum.  Koma í veg fyrir að almenningur lýsi sig gjaldþrota í stórum stíl og bankarnir sitji uppi með verðlausar eignir.  Miklu betra að fólk búi í 110% veðsettum eignum og haldi áfram að borga vexti.


Alenningshlutafélag um Búðarhálsvirkjun.

Mikið er skrifað og talað um að ekki fáist erlent lán til að fjármagna Búðarhálsvirkjun nema á okurvöxtum.  Einnig hvort heppilegt sé að erlendir fjárfestar eða lífeyrissjóðir eigi hlut í virkjuninni á móti Landsvirkjun.

 Á sama tíma eru bankarnir fullir af peningum og eigendurna vantar tækifæri til að nota þá.  Búðarhálsvirkjun er einmitt verkefni fyrir þessar íslensku krónur.  Af hverju er ekki stofnað almenningshlutafélag um hlut í virkjuninni?  Ég er viss um að margir íslenskir fjármagnseigendur sem þora ekki að fjárfesta í almennum atvinnurekstri eru tilbúnir að leggja hluta fé í virkjun sem búið er að selja afurðina frá langt fram í tímann.

Þannig gerum við margt í einu, hjálpum atvinnulífinu, notum íslensku krónurnar, minnkum skuldasöfnun Landsvirkjunnar og höldum íslensku vatnsafli í eigu íslendinga.

S.l. haust var sagt frá því í fjölmiðlum að innistæður í bönkunum væru 2.000 milljarðar.  Heildarkostnaður við Búðarhálsvirkjun er áætlaður um 26,5 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2010, án fjármagnskostnaðar og virðisaukaskatts.  Þetta er örlítið brot af þeim fjármunum sem liggja í bönkunum og ég trúi því að íslendingar vilji taka þátt í þessu verkefni.


Skrýtið, NEI

Það er alls ekkert skrýtið að fólk nýti sér ekki "úrræði" lánastofnanna.

Fólk metur hvort það vill borga til sjötugs og eiga ekkert eða reyna að byrja uppá nýtt hér heima eða erlendis og eignast vonandi einhvern tíma eitthvað, það er allavega möguleiki.

Öll fínu fyrirheitin eins og úrræði og skjaldborg eru orðin tóm og eingöngu þeir sem skulda milljarða geta fengið afskrifað að einhverju viti.

Bankarnir eru ekki að hjálpa neinum nema sjálfum sér og það í mjög takmarkaðan tíma, þar er búið að stilla málum þannig upp að krónurnar í kassann á morgun skipta máli en ekki hvort fólk vill borga áfram í næsta mánuði.

Því miður VG, þið eruð ekki að gera það sem þið lofuðuð, ekki að ég hafi kosið ykkur.
Það er með mig eins og svo marga aðra að ég treysti ekki neinum af núverandi flokkum til að gera það sem þarf og er því í mestu vandræðum með að ákveða hvort stjórnin á að fara eða vera.

M.v. skipun nefnda og ráða mætti halda að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur væru enn við stjórn.  sama fólkið og setti allt á hausinn hefur haft stólaskipti til að rugla almenning.  Steingrímur segist ekkert geta gert en þegar hann var í stjórnarandstöðu sagðist hann geta gert allt ef hann kæmist til valda.

Steingrímur, þitt er valdið.


mbl.is Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flata niðurfellingu hluta höfuðstóls strax

Lántakandi sem borgar núna 160.000 á mánuði af erlenda húsnæðisláninu sínu en væri að borga 220.000 ef hann væri ekki búinn að semja við bankann sinn héldi áfram að borga 160.000 þó hann fengi 20% höfuðstóls felldan niður.

Bankinn fær því „sama“ pening í hverjum mánuði næstu 20-30 árin.  Eign lántakandans í húsinu eykst og staða hans verður mun eðlilegri.  Þetta yrði til þess að hreyfing kæmist á fasteignamarkaðinn sem síðan hefði jákvæð áhrif á allt atvinnulíf í landinu.

Hverjir tapa á þessu?  Ekki bankarnir, fleiri sjá tilgang í því að borga af lánunum sínum, færri þurfa aðstoð og færri fara á hausinn eða gefast upp.  Ríkið græðir því velta í þjóðfélaginu eykst og fjárfestingar fara af stað.  Flata niðurfellingu með þaki strax.


Félagsmálaráðherra í Kastljósi

S.l. fimmtudagskvöld var Árni Páll félagsmálaráðherra í Kastljósinu.  Merkilegt hvernig hann talaði um að einfalda aðstoð við heimilin og síðan í sömu setningunni að ætla að meta hvern og einn og hvort hann þurfi á niðurfellingu hluta höfuðstóls að halda.

Hvað er maðurinn að fara, eiga þjónustufulltrúarnir í bönkunum að meta hvort að þessi eða hinn þarf að fá niðurfellingu eða hvort dugar að lengja í snörunni hans?
Þeir sem hafa reynt að borga og standa í skilum, jafnvel fengið lán hjá ættingjum og vinum til að standa sig, eiga þeir ekki að fá niðurfellingu hluta höfuðstóls.
Þeir sem hættu að borga og létu allt fara á versta veg og þeir sem þekkja þjónustufulltrúann vel, fá þeir niðurfellingu?

Gerir Árni Páll sér ekki grein fyrir því að þetta er ekki hægt?  Það verður að koma til flöt prósentulækkun á höfuðstól erlendra lána, leiðrétting.  Það er eina réttláta leiðin.
Svo er hægt að skoða einstök mál af sérfræðingum íbúðarlánasjóðs.


Um bloggið

Karl Ingimarsson

Höfundur

Karl Ingimarsson
Karl Ingimarsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband